Leita í fréttum mbl.is

Ron Dennis að missa sig...tapsár?

Það hefur ef til vill ekki farið framhjá mörgum sem fylgjast með formúlunni að keppnislið McLaren hefur kært úrskurð brautardómnefndar um hitastig bensíns í bílum Williams og BMW. ÉG ætla ekki að fara neitt út í þetta en set inn link neðst sem leiðir á fréttir um þetta mál.

Það sem Ron Denis og félagar vilja fá útúr þessu er að bílarnir sem um ræðir verði dæmdir úr leik...sem myndi þá þýða að Lois Hamilton yrði heimsmeistari en ekki Kimi Raikonen...sem er uppalinn hjá McLaren en fór yfir til Ferrari fyrir ný afstaðið tímabil.

Þrátt fyrir að stjórn McLaren hafi áfrýjað dómnum hafa Lois Hamilton og Fernarndo Alonso sagt það opinberlega að þeir vilji ekki fá titilinn á þennann hátt.

Undanfarið tímabil hefur verið erfitt fyrir aðdáendur McLaren, öll stig voru dæmd af þeim vegna meintra iðnaðarnjósna og sáum við framá að eina von okkar um björgun væri sigur nýliðans Hamiltons í stigakeppni heimsmeistara en það varð ekki, en gírkassi í bíl hans bilaði strax í upphafi keppninnar en kikkaði svo inn aftur 7 sætum aftar...vesen

http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1298320 Rangar ákvarðanir kostuðu McLaren Titilinn

http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1298182 Óvissa um bensínhita

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband