Leita í fréttum mbl.is

Áskorun er það...hámarks ögrun

                Það er víst alveg rétt hjá Ross Brawn fyrrum tæknistjóra Ferrari að nýja starfið hans feli í sér ögrun. Hann hefur tekið við starfi liðsstjóra hjá Honda...greyið.

                Liði honda hefur ekki gengið sem skildi, kláruðu keppnistímabilið með heil 2 stig í keppni bílasmiða. Það er víst ekki spurning um hver er að hagnast á þessum díl...Honda.

                Þeir sem ekki þekkja til Ross Brawn þá er hann stór hluti af velgengni Ferrari og Michaels Schumacher (þó svo að hann hafi nú átt stærstan þátt í því sjálfur)  og er valdur að  ótrúlegum tækniframförum liðsins. Vonandi að Ross Brawn geti nú gert eitthvað fyrir hið fornfræga lið Honda. Það yrði eflaust gaman fyrir Brawn að koma liði Honda uppað gamla liðinu sínu Ferrari og mínum mönnum hjá McLaren og ég verð að viðurkenna að það yrði gaman að fá nýtt lið á toppinn.

                Það er víst ekki öfsögum sagt að Brawn býður áskorun, að taka eitt af lélegri liðum formúlunnar og koma því í kepnina um toppinn...en ef einhver getur það er það hann...sjáum hvað setur.


mbl.is Brawn þarfnaðist ögruninnar sem fylgir liðsstjórn hjá Honda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband