Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Formúla 1

Áskorun er það...hámarks ögrun

                Það er víst alveg rétt hjá Ross Brawn fyrrum tæknistjóra Ferrari að nýja starfið hans feli í sér ögrun. Hann hefur tekið við starfi liðsstjóra hjá Honda...greyið.

                Liði honda hefur ekki gengið sem skildi, kláruðu keppnistímabilið með heil 2 stig í keppni bílasmiða. Það er víst ekki spurning um hver er að hagnast á þessum díl...Honda.

                Þeir sem ekki þekkja til Ross Brawn þá er hann stór hluti af velgengni Ferrari og Michaels Schumacher (þó svo að hann hafi nú átt stærstan þátt í því sjálfur)  og er valdur að  ótrúlegum tækniframförum liðsins. Vonandi að Ross Brawn geti nú gert eitthvað fyrir hið fornfræga lið Honda. Það yrði eflaust gaman fyrir Brawn að koma liði Honda uppað gamla liðinu sínu Ferrari og mínum mönnum hjá McLaren og ég verð að viðurkenna að það yrði gaman að fá nýtt lið á toppinn.

                Það er víst ekki öfsögum sagt að Brawn býður áskorun, að taka eitt af lélegri liðum formúlunnar og koma því í kepnina um toppinn...en ef einhver getur það er það hann...sjáum hvað setur.


mbl.is Brawn þarfnaðist ögruninnar sem fylgir liðsstjórn hjá Honda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alonso farinn...því miður!

                Jæja...þá er fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso farinn úr herbúðum McLaren eftir aðeins eitt tímabil af þeim þremur sem hann samdi um...Sorglegar fréttir fyrir stuðningsmenn hanns en við verðum víst bara að taka því.

                Það hefur legið í augum uppi að Alonso líkaði ekki vistin hjá McLaren frá upphafi, en samskipta erfiðleikar hafa verið viðloðandi samstarf hans við liðið. Einnig kvartaði hann mikið allt seinasta keppnistímabil yfir því að hann hefði verið látinn mæta afgangi á æfingum og mest allt púður tæknimanna hafi farið í fyrrum liðsfélaga hans Louis Hamillton sem kom inn sem nýliði á afstöðnu keppnistímabili og miklar vonir eru bundnar við.

                Alonso Hefur verið orðaður við nokkur lið í formúlunni fyrir næsta keppnistímabil þar á meðal Toyota, Renault, Williams eða RedBull...lið sem eru kannski ekki alveg í sama klassa og McLaren þó að Williams komist kanski hvað næst því af þessum liðum.

                Áætlað er að McLaren muni á næstu klukkustundum eða dögum tilkynna hver  arftaki Fernando Alonsos hjá liðinu verði.


mbl.is Alonso sagður laus allra mála hjá McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ron Dennis að missa sig...tapsár?

Það hefur ef til vill ekki farið framhjá mörgum sem fylgjast með formúlunni að keppnislið McLaren hefur kært úrskurð brautardómnefndar um hitastig bensíns í bílum Williams og BMW. ÉG ætla ekki að fara neitt út í þetta en set inn link neðst sem leiðir á fréttir um þetta mál.

Það sem Ron Denis og félagar vilja fá útúr þessu er að bílarnir sem um ræðir verði dæmdir úr leik...sem myndi þá þýða að Lois Hamilton yrði heimsmeistari en ekki Kimi Raikonen...sem er uppalinn hjá McLaren en fór yfir til Ferrari fyrir ný afstaðið tímabil.

Þrátt fyrir að stjórn McLaren hafi áfrýjað dómnum hafa Lois Hamilton og Fernarndo Alonso sagt það opinberlega að þeir vilji ekki fá titilinn á þennann hátt.

Undanfarið tímabil hefur verið erfitt fyrir aðdáendur McLaren, öll stig voru dæmd af þeim vegna meintra iðnaðarnjósna og sáum við framá að eina von okkar um björgun væri sigur nýliðans Hamiltons í stigakeppni heimsmeistara en það varð ekki, en gírkassi í bíl hans bilaði strax í upphafi keppninnar en kikkaði svo inn aftur 7 sætum aftar...vesen

http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1298320 Rangar ákvarðanir kostuðu McLaren Titilinn

http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1298182 Óvissa um bensínhita

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband