Leita í fréttum mbl.is

Kallinn trúlofaður

     Jæja...þá er maður bara trúlofaður og læti...við kærasta mín fórum uppí bústað um helgina og vorum bara tvö í friði fyrir öllu og öllum, enda búin að vera saman í þrjú ár um helgina. Komum uppí bústað á föstudagskvöldið og fengum okkur bjór og snakk og spiluðum monopolí, sorglegt en alveg endalaust gaman. Á laugardagskvöldinu áttum við svo pantað borð á veitingastaðnum við Fjöruborðið á Stokkseyri (sem er að mínu mati einn besti humar veitingastaður á landinu) en fengum okkur að vísu bara humarsúpu í forrétt og svo þetta líka eðallambakjöt (mjög gott...og ég sem hata lambakjöt...það bara var ekkert nautakjöt í boði). Okkur líkaði maturinn alveg heavy vel. Þaðan lá leiðin inná geysi þar sem ég svo bað hennar...þetta var reyndar ekki svona niður á hnén dæmi í mínutilfelli...einfaldlega af því að ég var of stressaður til þess...en hún fór niður á hnén...um leið og ég bar fram spurninguna...eftir að hún var búin að jafna sig og maginn í mér kominn úr flækju fórum við uppí bústað aftur og fengum okkur kampavín og ég kveikti í þessum líka eðalvindli til hátíðarbrigða (nothing like a good stoagie to celebrate)...og svo létum við okkur dreyma um að fara í pottinn...en það var því miður ekki hægt vegna veðurs.

     Fyrir utan þetta gerðist annars voðalega lítið...en allavega...þetta er nóg spenna fyrir mig Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband