Leita í fréttum mbl.is

Helgin var snilld

Þessi helgi var bara snilld, fór til Óskars á Eyrarbakka í gærmorgun, vorum bara að dunda okkur við að tattooera á gerviskinninn, þetta er allt að gerast. Síðan skruppum við inná Selfoss og keyptum okkur að éta, fyllta svínaluns, nautaspjót og svo keyptum við okkur Jensens Böfhus sósu. Stóðum í rigningunni með bjór að grilla...bara gaman. Eftir matinn hlunkuðum við okkur í sófann og horfðum á nokkra þætti af Futurama og héldum áfram að drekka. Ætluðum svo að fara á Rauðahúsið en það var lokað...magnaður andskoti...á leiðinni til baka heyrðum við í partýi í einu húsinu og bönkuðum og var boðið inn...bara gaman, fólk í singstar og eitthvað. Síðan fórum við inná Selfoss en ég komst ekki inn á staðinn Óskar fór inn og skildi mig eftir fyrir utan...peningalausan og allt...þannig að ég labbaði aftur á Eyrarbakka, 15 km í mökkóþægilegum skóm tók sirka 2 tíma...ég var í svo vondu skapi...en það rann af manni reiðin í göngutúrnum auk þess að það rann bara af manni...sú litla áfengisvíma sem eftir var áður en ég gekk af stað hvarf...þannig að ég var alveg laus við þynku í morgun...Óskar var verulega sorry yfir þessu...svo fengum við okkur eðal heimabakaða pizzu og hédum svo bara áfram að tattooera...þegar svo var kominn tími til að fara heimm leit ég á traffíkina og ákvað að keyra Krýsuvíkurleiðina heim...bara rólegt krús á malarvegum...verður ekki betra en að stoppa út í vegkannti og njóta útsýnis yfir hafið, fallegt landslag og geðveikt veður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Þór Eiríksson
Árni Þór Eiríksson
23 ára sálfræðinemi við HÍ sem reynir að fylgjast með því sem er að gerast í Samfélaginu...ég bara nenni því ekki alltaf...annars hef ég mikinn áhuga á bílum, mótorhjólum, formúlunni og tónlist....

Nýjustu myndir

  • 911 Carrera 4 S
  • Range Rover Sport Kahn
  • Shelby GT500
  • Lotus 7
  • Nissan Skyline R34 GT-R

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband