1.11.2007 | 14:19
Ég sé sálfræði!!!
Ég er að fara í próf í almennri sálfræði á morgun og þessu prófi fylgir alveg hreint óhemju mikil lestur eins og í öllum prófum af þessu tagi. Lesturinn hefur verið svo svakalegur að ég er kominn fram yfir það að sjá stafi hvert sem ég lýt að lestri loknum...heldur er ég farinn að sjá sálfræði útum allt...Freud hoppandi á rúminu og Skinner að spá í af hverju rotturnar springa alltaf í þessu nýtískulega skinnerbúri...eða örbylgjuofni eins og þetta er víst kallað í dag...ég er alveg að missa mig...
Helgin verður víst eitthvað takmörkuð...er að vinna og svona vesen, fær maður aldrei frið???
Bloggar | Breytt 2.11.2007 kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 17:16
Ron Dennis að missa sig...tapsár?
Það hefur ef til vill ekki farið framhjá mörgum sem fylgjast með formúlunni að keppnislið McLaren hefur kært úrskurð brautardómnefndar um hitastig bensíns í bílum Williams og BMW. ÉG ætla ekki að fara neitt út í þetta en set inn link neðst sem leiðir á fréttir um þetta mál.
Það sem Ron Denis og félagar vilja fá útúr þessu er að bílarnir sem um ræðir verði dæmdir úr leik...sem myndi þá þýða að Lois Hamilton yrði heimsmeistari en ekki Kimi Raikonen...sem er uppalinn hjá McLaren en fór yfir til Ferrari fyrir ný afstaðið tímabil.
Þrátt fyrir að stjórn McLaren hafi áfrýjað dómnum hafa Lois Hamilton og Fernarndo Alonso sagt það opinberlega að þeir vilji ekki fá titilinn á þennann hátt.
Undanfarið tímabil hefur verið erfitt fyrir aðdáendur McLaren, öll stig voru dæmd af þeim vegna meintra iðnaðarnjósna og sáum við framá að eina von okkar um björgun væri sigur nýliðans Hamiltons í stigakeppni heimsmeistara en það varð ekki, en gírkassi í bíl hans bilaði strax í upphafi keppninnar en kikkaði svo inn aftur 7 sætum aftar...vesen
http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1298320 Rangar ákvarðanir kostuðu McLaren Titilinn
http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1298182 Óvissa um bensínhita
18.10.2007 | 13:46
Meiri hluti Íslendinga vill lengri dóma
Samkvæmt könnun afstöðu vilja Íslendingar lengja fangelsisdóma hér á landi, flott mál. Dómarnir hér eru að mínu mati of stuttir, 6 ár fyrir morð, eitthvað þaðan af minna fyrir kynferðisbrot. Dómarnir sem upp eru kvaddir hér á landi eru magnaðir, sérstaklega fyrir kynferðisbrot. Algengt er að heyra að menn séu dæmdir í 2 ára fangelsi og einhverja smá sekt, sem er fáránlegt, fórnarlömb eru oftast illa farin andlega og þurfa að eyða stórfé í meðferð sem þau oft á tíðum hafa ekki efni á og virkar ekki endilega.
Ég held að málið sé klárlega þyngri dómar, hafa þá í það minnsta í samræmi við brotið.
Meirihluti Íslendinga vill lengri dóma skv. könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu albúmin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Tenglar
Formúla 1
ýmsir tenglar sem tengjast formúlunni
- motorgames.eu
- McLaren-Mercedes heimasíða McLaren
Bílar
ýmislegt viðkomandi bílum og aukahlutum
- Króm.is Síða með fréttum af bílum og öðru sem þeim viðkemur
- Toyota aukahlutir fullt af aukahlutum fyrir toyotur,,,og lexus
- seriouswheels.com mögnuð síða um allskyns bíla.
- Vefsíðan hjá Top Gear Greinar, Umfjallanir, Snilld
- Jay Leno´s garage Titillinn segir það allt...þetta er bílskúrinn hjá Jay Leno
- Mercedes-Benz klúbbur Íslands Hér er heimasíða Mercedes-Benz klúbbsins á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar