Leita í fréttum mbl.is

Er fólk ekki ennþá búið að fatta þetta?

Þessar síður eru búnar að vera í gangi allt frá því að almenningur fékk net-aðgang....er fólk í alvöru ekki búið að átta sig á því?
mbl.is Varað við vefsíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta vika verður fokking helvíti

Ég er að fara í próf í aðferðafræði á þriðjudaginn, á að skila heimaverkefni á mánudaginn...og er svo að fara að vinna verkefni í lífeðlislegri sálfræði...hell

Vá...maður er bara ekki duglegri en þetta

    Já... Það er orðið helvíti langt síðan maður bloggaði síðast...en allavega lítið búið að gerast...fór í eitt próf í tölfræði og náði...átti afmæli og datt íða...annars voðalega fátt...eða bara ekkert...allavegana...

     Ég er hættur að reykja... 5. dagurinn í dag og ég er bara nokkuð sprækur...ógeðslega þreyttur allann daginn sef illa og er bara alveg hel pirraður...kannski er ég bara ekkert sprækur GetLost en það verður allavega mjög ánægjulegt næstu mánaðamót þegar maður á 20.000 kall auka...bara cool


VESEN...EKKERT SMÁ VESEN

Ég er að reyna að finna einhverjar hugmyndir að jólagjöf handa Helgu...mér dettur bara ekkert í hug...annaðhvort sé ég ekkert sem hún gæti hugsanlega mögulega kannski haft áhuga á eða ég sé eitthvað sem kostar árslaunin mín...djöfullsins vesen...er einhver með einhverjar hugmyndir? HJ'ALP

Hvað er að fólki?

Það að þetta skuli gerast, að einhver skuli stinga af eftir að hafa keyrt á dreng, eða stelpu eða bara einhvern, er bara sorglegt...skiptir líf annarra í alvöru svona litlu máli? vona að hjelvítis dýrið finnist...


mbl.is Leit stendur enn yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er gargandi snilld

Svona ætti þetta að vera alstaðar...veit um svona karlagæslu í hollandi þar sem kostar um 1000 krónur gæslan (skiptir ekki máli hve lengi) og innifalið í því eru talsvert fleiri stólar, leikjatölvur, spilakassar (með leikjum, ekki fjárhættuspil) og Hamborgari og bjór...við eigum enn langt í laand en þetta er kærkomin úrbót fyrir örþreytta íslenska karlmenn sem neyddir eru í söfnunarferð með konunni eftir erfiðan dag á veiðum...frábært 


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun er það...hámarks ögrun

                Það er víst alveg rétt hjá Ross Brawn fyrrum tæknistjóra Ferrari að nýja starfið hans feli í sér ögrun. Hann hefur tekið við starfi liðsstjóra hjá Honda...greyið.

                Liði honda hefur ekki gengið sem skildi, kláruðu keppnistímabilið með heil 2 stig í keppni bílasmiða. Það er víst ekki spurning um hver er að hagnast á þessum díl...Honda.

                Þeir sem ekki þekkja til Ross Brawn þá er hann stór hluti af velgengni Ferrari og Michaels Schumacher (þó svo að hann hafi nú átt stærstan þátt í því sjálfur)  og er valdur að  ótrúlegum tækniframförum liðsins. Vonandi að Ross Brawn geti nú gert eitthvað fyrir hið fornfræga lið Honda. Það yrði eflaust gaman fyrir Brawn að koma liði Honda uppað gamla liðinu sínu Ferrari og mínum mönnum hjá McLaren og ég verð að viðurkenna að það yrði gaman að fá nýtt lið á toppinn.

                Það er víst ekki öfsögum sagt að Brawn býður áskorun, að taka eitt af lélegri liðum formúlunnar og koma því í kepnina um toppinn...en ef einhver getur það er það hann...sjáum hvað setur.


mbl.is Brawn þarfnaðist ögruninnar sem fylgir liðsstjórn hjá Honda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kallinn trúlofaður

     Jæja...þá er maður bara trúlofaður og læti...við kærasta mín fórum uppí bústað um helgina og vorum bara tvö í friði fyrir öllu og öllum, enda búin að vera saman í þrjú ár um helgina. Komum uppí bústað á föstudagskvöldið og fengum okkur bjór og snakk og spiluðum monopolí, sorglegt en alveg endalaust gaman. Á laugardagskvöldinu áttum við svo pantað borð á veitingastaðnum við Fjöruborðið á Stokkseyri (sem er að mínu mati einn besti humar veitingastaður á landinu) en fengum okkur að vísu bara humarsúpu í forrétt og svo þetta líka eðallambakjöt (mjög gott...og ég sem hata lambakjöt...það bara var ekkert nautakjöt í boði). Okkur líkaði maturinn alveg heavy vel. Þaðan lá leiðin inná geysi þar sem ég svo bað hennar...þetta var reyndar ekki svona niður á hnén dæmi í mínutilfelli...einfaldlega af því að ég var of stressaður til þess...en hún fór niður á hnén...um leið og ég bar fram spurninguna...eftir að hún var búin að jafna sig og maginn í mér kominn úr flækju fórum við uppí bústað aftur og fengum okkur kampavín og ég kveikti í þessum líka eðalvindli til hátíðarbrigða (nothing like a good stoagie to celebrate)...og svo létum við okkur dreyma um að fara í pottinn...en það var því miður ekki hægt vegna veðurs.

     Fyrir utan þetta gerðist annars voðalega lítið...en allavega...þetta er nóg spenna fyrir mig Grin


Seinagangur lögreglu

     Ég varð fyrir því óláni fyrir skömmu að keyrt var á bílinn minn...eða reyndar var keyrt á annann bíl sem lenti svo á mínum...ökumaðurinn sem gerði þetta gaf sig fram við lögreglu sem hafði uppá mér og tók skýrslu. Núna er ég að bíða eftir því að lögreglan skili skýrslunni af sér til tryggingafélagsins og ég er orðinn nett þreyttur á þessu. Það er orðin rúm vika síðan þetta gerðist...sendu þeir þetta með flöskuskeyti? hafa þeir aldrei heyrt talað um internetið? orðinn verulega pirrraður.


Alonso farinn...því miður!

                Jæja...þá er fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso farinn úr herbúðum McLaren eftir aðeins eitt tímabil af þeim þremur sem hann samdi um...Sorglegar fréttir fyrir stuðningsmenn hanns en við verðum víst bara að taka því.

                Það hefur legið í augum uppi að Alonso líkaði ekki vistin hjá McLaren frá upphafi, en samskipta erfiðleikar hafa verið viðloðandi samstarf hans við liðið. Einnig kvartaði hann mikið allt seinasta keppnistímabil yfir því að hann hefði verið látinn mæta afgangi á æfingum og mest allt púður tæknimanna hafi farið í fyrrum liðsfélaga hans Louis Hamillton sem kom inn sem nýliði á afstöðnu keppnistímabili og miklar vonir eru bundnar við.

                Alonso Hefur verið orðaður við nokkur lið í formúlunni fyrir næsta keppnistímabil þar á meðal Toyota, Renault, Williams eða RedBull...lið sem eru kannski ekki alveg í sama klassa og McLaren þó að Williams komist kanski hvað næst því af þessum liðum.

                Áætlað er að McLaren muni á næstu klukkustundum eða dögum tilkynna hver  arftaki Fernando Alonsos hjá liðinu verði.


mbl.is Alonso sagður laus allra mála hjá McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband