Leita í fréttum mbl.is

Ennþá geðveikt gaman á Kýpur og fleiri tattoo

Enn erum við í blíðunni hér á eyjunni Kýpur, geðveikt veður og ákkúrat þegar þetta er skrifað er 33,5°C og einhver raki (sem ég bara finn ekki vegna raka sem sprettur frá mér). Ferðin hefur verið æðisleg og er hálffúlt að henni fari brátt að ljúka...eða bara mjög fúlt...get þó huggað mig við það að fá að sofa í kuldanum á Íslandi næsta miðvikudag...eftir tvær nætur í London sem ættu að brúa bilið.

Frá því að ég röflaði síðast erum við ekki búin að gera neitt sérstaklega mikið, annað en að lenda í veseni með bankann, fara á vínsmökkunarhátíð sem var snilld, borða góðan mat og taka því rólega í sólinni...við reyndar fórum í vatnagarð seinasta mánudag sem var ógeðslega gaman...bara ein rennibraut sem ég mátti ekki fara í út af nýja tattooinu...sem er reyndar næst nýjasta tattooið mitt í dag...

Við Helga fórum í morgun og fengum okkur tattoo...ég reyndar ætlaði ekki að fá mér tattoo fyrr en ég spurði hvað hann myndi rukka fyrir mynd sem ég var með í veskinu...En Helga fékk sér geðveika mynd af tígrisdýri sem stendur á klett og sólin er að setjast fyrir aftan það...geðveik mynd (sést á mynd hérna fyrir neðan) og ég fékk mér verndarrún þrumuguðsins Þórs (Helm of Awe) á kálfann...(sést líka á mynd fyrir neðan)

 En allavega...við biðjum bara að heilsa

SN150538

SN150543

og svo hendi ég inn mynd af "gamla" tattooinu líka bara til að hafa þetta allt í einu

Árni Þór á Grýsku


Bloggfærslur 4. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband